Loftæsting svínabúa skiptir máli.
Jöfnun loftst og hitastigs: Þetta fer fram yfirleitt með því að setja inn hringrásarviftu, eða viftu sem sér um hringrása loftinu um búið. Til eru fjölmargar leiðir til þess, en ein leið er að setja upp hefðbundna útblástursviftu og hengja í loftið. Slíkar viftur eru yfirleitt hagkvæmari og öflugri en venjulegar loftviftur. Þær koma einnig loftinu á hreifingu.
Loftræsting: Loftræstiviftur fyrri svínahús þurfa að vera öflugar. Halda þarf rakasöfnun í lágmarki og koma í veg fyrir uppsöfnun á gasi eins og kolmónoxíði, kolsýrlingi, ammoníaki og öðrum efnum. Tryggja þarf nægjanlega loftræstingu án þess að trufla hitastigið um of.
Reglugerð um Svínabú fjallar um loftræstingu (Reglugerð um aðbúnað og heilbrigði svína):
Tryggja skal eðlileg og nægileg loftskipti fyrir svín án þess að dragsúgur myndist í umhverfi þeirra. Skaðlegar lofttegundir skulu ekki berast inn til svínanna eða vera í umhverfi þeirra í heilsuskaðlegum styrk. Ekki skulu vera opin tengsl á milli haughúss og deilda. Við flutning á saur og þvagi úr deildum í haughús skal þess gætt að ekki hljótist af heilsutjón vegna losunar lofttegunda.
Nákvæmlega er tiltalið hversu mikil loftræsting á að vera:
Þar sem loftræstikerfi eru í svínahúsum skulu afköst þess vera eftirfarandi (m³/klst./grip):
Hámark | Lágmark | |
Fanggyltur |
100
|
12
|
Gotgyltur + 10 spenagrísir á 10 kg |
200
|
20
|
Fráfærugrísir, 7 – 20 kg, hóprekstur Fráfærugrísir, 7 – 30 kg, hóprekstur |
25
40 |
3
3 |
Unggrísir, 30 – 50 kg, hefðbundinn rekstur Unggrísir, 30 – 50 kg, hóprekstur |
40
50 |
8
6 |
Eldisgrísir 30 – 95 kg, hefðbundinn rekstur Eldisgrísir 30 – 95 kg, hóprekstur Eldisgrísir 30 – 120 kg, hefðbundinn rekstur Eldisgrísir 30 – 120 kg, hóprekstur |
75
100 100 125 |
10
8 10 8 |