Loftræsting í skólastofum er oft gríðarlega vanmetin og um leið mjög kostnaðarsamt þegar til lengri tíma er litið að loftræsta ekki skóla rétt.   Bæði er þörf á góðri loftræstinu í skólastofnum til að bæta vellíðan nemenda og starfsmanna en til lengri tíma litil þá hefur það gríðarleg áhrif á líftíma byggingarinnar og hvort t.d. myglusveppur nái fótfestu.

Rétt loftræsting í skólastofun:

Sem betur fer hefur orðið gríðarleg breyting í viðhorfi, þar sem áður var talið nóg að opna glugga.  Í dag er einfaldlega nauðsynlegt að vera með betri og öflugri loftræstingu og jafnvel þótt það þurfi að fjárfesta í slíku þá er þetta fjárfesting sem er fljót að borga sig. Myglusveppur hefur verið gríðarlegt vandamál í skólum og skólastofum undanfarin ár,  þar sem myglusveppur hefur verið tiltölulega algengur í skólastofum.  Gríðarlegur kostnaður hefur verið þar sem annað hvort hafa skólar verið rifnir eða gríðarlegur kostnaður hefur farið í viðhald á skólastofum.

Aðrir þættir sem hafa áhrif á vellíðan og byggingar:

Áhrifaþættir á loftgæði

Koldíoxíð (CO2): Co2 kemur með öndun og getur einnig verið hluti af bruna.   Magn CO2 ræðst af því hversu margir eru í skólastofunni og hvað er verið að gera (virkni), hversu lengi nemendur eru í skólastofunni og hversu góð loftræsting er.    Hátt CO2 hefur áhrif á nemendur og vellíðan þeirra sem eru í stofunni.

Lykt: Lykt í skólastofu er vísbending um léleg loftgæði í skólastofunni.   Lykt kemur bæði af fólki, en léleg loftræsting

Rokgjörn lífræn efnasambönd Rokgjörn lífræn efnasambönd (VOC) eru skilgreind sem hvert það lífræna efnasamband sem við 293,15 K hefur gufuþrýsting sem er 0,01 kPa eða meira, eða er rokgjarnt í svipuðum mæli við þær notkunaraðstæður sem um ræðir. Þessi efni geta t.d. verið formaldehýð, tólúen, dekan, ísópentan, stýren og klóríð. Þessi efni geta komið frá mörgum stöðum og safnast fyrir ef það er ekki loftað og losað við þessi efni.

Raki: Raki kemur frá okkur þegar við öndum, en líka t.d. frá blautum fötum. Raki er ein af grundvallarforsendum fyrir því að myglusveppur getur vaxið. Þegar raki safnast fyrir og loftræsting hjálpar ekki til við að losa í burtu rakann.

Loftræsting í skólastofum
Loftræsting í skólastofum

Loftræsting í skólastofum – lausnir

Dreifð loftræsting

Dreifð Loftræsting
Dreifð Loftræsting

Hún heitir dreifð vegna þess að það er ekki eitt miðlægt kerfi með rörum. Kerfinu er komið fyrir við útvegg, og endurnýtir varma í hverju rými fyrir sig.

Dreifð loftræsting hefur alla helstu kosti á við hefbundna, en ekki er þörf á venjulgum loftræstilögnum.

Bæklingur fyrir dreifða loftræstingu

Hefbundin loftræsting
Eitt miðlægt kerfi er fyrir öll rýmin, loftræstilagnir eru lagðar á milli.

Í nýjum húsum er vanlega sett upp hefbundin loftræsting, en í eldri byggingum er möguleiki á að setja loftræstingu án þess að kosta til allan kostnaðinn sem kostar að setja venjulega loftræstingu. Dreifð loftræsting er þar gríðarlega góður kostur.

Notkunarstýrð loftræsting
Í nútima loftræstingum eru oftast notaðar nemar fyrir hverja og eina stofu, sem geta þá numið t.d. hitastig, rakastig, CO2 gildi, VOC gildi og bregðast við miðað við þörfina. Hver og ein skólastofa er notuð að meðaltali í innan við 10% á ári hverju (virkar kennslustundir), aðra tíma er stofan auð. Notkunarstýrð loftræsting tekur mið við þetta, þá er lítil loftræsting þegar enginn er við, en þegar t.d. krakkar eru í leik þá getur loftræstingin gefið mikið af lofti.

Loftgæði í skólum og leikskólum skiptir máli

Loftræsting í skólastofum og kennslustofum, gæði innilofts er fjárfesting sem er fljót að borga sig. Jafnvel þótt við sjáum ekki óhreinindi í lofti þá geta þau safnanst fyrir og eðlilegt er að Loftræsting í skólastofum sé góð og öflug.

Linkar: