Description
Gasmælikerfi fyrir bílastæðastæðahús eru sett upp til að meta ástand loftlags í bílastæðahúsum eða niðurgröfnum bílakjöllurum þar sem þörf er á að stýra loftgæðum annað hvort með jetblásurum í lofti og/eða útsogsblásurum. Kerfið er þá með gasskynjara sem er komið fyrir á nokkrum stöðum eftir stærð bílastæðakjallarans.
Þetta er tiltöluega einfalt kerfi með einföldum stýringum, markimiðið er fyrst og fremst að mæla CO gildi í húsinu en einnig er hægt að tenjga við aðrar stýringar t.d. rakastýringu til að kveikja á blásurum kerfins. Kerfið er þá með on / off á blásum en þó ekki þannig að það sé hægt að stýra nákvæmum hraða.
Ein besti eiginleiki kerfsins er hversu einfal og sveigjanlegt það er, það er hægt að tengja við 1 skynjara og allt að 50 á einni rás.
Helstu eiginileikar kerfisins:
- Hægt að raðtengja allt að 50 einingar saman
- 3 þrep af viðvörunum sem er hægt að stilla í stöðinni
- Hægt að tengja við Bjöllu eða ljós til að gefa til kynna ástand
- Hægt að tengja við rafmagnsbackup (UPS)
- 2 víra bus – kerfi – þar sem raðtengt er úr einum nema í annan.
- Auðvelt í uppsetningu
- Hægt að fylgjast með ólíkum gastegundum (Co, LPG)
- Hægt að tengja með BMS – Hússtjórnarkerfi
- Hægt að festa ákveðin heimilisföng á ákveðna skynjara og sannareyna í kerfi að skynjari virki.
Bæklingur: