Hljóðlátu silenta vifturnar
Hljóðlátu silenta vifturnar
Í reglugerð um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald segir:

“Snyrting skal vera vel loftræst, með spegli og tengli fyrir rakvél, a.m.k. tveimur handklæðum fyrir hvern gest þar af einu baðhandklæði, vatnsglasi, sápu og ruslafötu með loki.”

Algengast er að notast við salernisviftur til slíks, en hafa ber í huga við val á viftum fyrir hótel eða gististaði nokkra hluti.

Hljóð viftunnar

Viftur sem eru háværar trufla gesti að óþörfu og geta valdið þeim óþægindum.

Tími

Algengt er að velja viftur sem eru með tímaliða og tengd við ljós. Þannig að eftir af slökkt hefur verið á ljósum gegnur viftan í ákveðin tíma á eftir t.d. 10 – 15 mín og tryggir þannig að röku lofti eða óþef sé örugglega blásið út.

Ending viftunnar

Viftur hafa mjög misjafna endingu, en þá skiptir t.d. máli að velja efni viftunnar þannig að hún endist lengur. Dæmi um þætti sem geta haft áhrif á endingu viftu er hvort hún sé búin með legum eða hvort hún sé með fóðringum. Fóðringar eru öllu jafna sú aðferð sem er notuð en dugar skemur en viftur með legum.