Lagnakjallarar eða Skriðkjallarar eru oft kjallarar (stundum jafnvel lagnarými eðs skriðrými) sem eru ekki með fulla lofthæð, jafnvel kaldir. Fyrst og fremst ætlaðir fyrir iðnaðarmenn með lögnum fyrir hús og raflögnum. Til sökkulrýma teljast öll rými sem eru undir berandi botnplötum og eru því utan afmörkunar hjúps. Þau er hægt að nota sem lagnaleið en hafa takmarkað aðgengi. Þessi rými eru ekki skráð í skráningartöflu en þeirra skal getið í athugasemdum.
Oft eru þessir kjallarar rakir, jafnvel með moldargólf eða malargólf og raki á auðvelda leið. Fjölmörg dæmi eru um að þetta hafi verið orsök þess að mikið tjón hefur skapast, þar sem myglusveppur.
Í slíkum rýmum er mikilvægt að loftræsta vel eða gera aðrar ráðstafanir til að koma í veg fyrir rakasöfnun.
Loftristar
Þar sem líkur eru góðum mismunaþrýsting er hægt að setja góðar loftristar og láta nátturuna um loftunina.
Viftur
Hljóðlátu baðvifturnar eru öflug leið til að tryggja góða loftun. Þær blása 100 m3/klst, sem tryggir góða loftun og ef raki safnast fyrir. Helsti ókostur er að ef það er of mikil loftun getur varmi tapast út, einnig er nauðsynlegt að vera með 2 göt, annars vegar til að draga út loft og hins vegar til að gefa inn loft.
Slíkar viftur eru ódýrar í rekstri og nota eingöngu um 7W.
Varmaendurvinnslukerfi
Einföld varmaendurvinnslukerfi eða loftræstikerfi eru ódýr leið til að koma í veg fyrir rakasöfnun í lagnakjallar. Slík kerfu eru mjög orkusparandi, þau nota eingöngu 3,5W og endurnýta varmann með því að hita upp keramikstein. Steinninn hitar upp loftið sem er dregið inn og í staðin fyrir að tapa varmaorkunni út, þá helst megnið af henni inni í rými. Þetta er því frábær leið til að jafna raka og koma með ferskt loft án þess að kosta til of mikla orku eða kostnað.
Þar sem þessi kerfi draga bæði inn loft og blása því út líka, þá er nóg að vera með eitt loftunargat.
Frekari upplýsingar um Varmaendurvinnslukerfi og hvernig þau virka.