Loftræsting í skólastofum er einn mikilvægasti þáttur þegar kemur að skólastofun og jafnframt sá þáttur sem hefur verið einn mest vanmetinn.

Rétt loftræsting í skólastofun:

Gríðarleg breyting í viðhorfi hefur átt sér stað, þar sem áður var talið nóg að opna glugga.  Í dag er einfaldlega nauðsynlegt að vera með betri og öflugri loftræstingu og jafnvel þótt það þurfi að fjárfesta í slíku þá er þetta fjárfesting sem er fljót að borga sig. Myglusveppur hefur verið gríðarlegt vandamál í skólum og skólastofum undanfarin ár,  þar sem myglusveppur hefur verið tiltölulega algengur í skólastofum.  Gríðarlegur kostnaður hefur verið þar sem annað hvort hafa skólar verið rifnir eða gríðarlegur kostnaður hefur farið í viðhald á skólastofum.

Aðrir þættir sem hafa áhrif á vellíðan og byggingar:

Loftræsting í skólastofum er einn mikilvægasti þátturinn þegar kemur að skólastofum og jafnframt sá þáttur sem hefur verið einn mest vanmetinn.

Rétt loftræsting í skólastofum:

Gríðarleg breyting í viðhorfi hefur átt sér stað varðandi loftræstingu í skólastofum, þar sem áður var talið nóg að opna glugga.  Í dag er einfaldlega nauðsynlegt að vera með betri og öflugri loftræstingu og jafnvel þótt það þurfi að fjárfesta í slíku þá er þetta fjárfesting sem er fljót að borga sig. Myglusveppur hefur verið gríðarlegt vandamál í skólum og skólastofum undanfarin ár og hefur valdið gríðarlegum kostnaði , þar sem hefur annað hvort þurft að rífa heilu skólana eða fara í miklar framkvæmdir vegna viðhalds á skólabyggingum

Aðrir þættir sem hafa áhrif á vellíðan og byggingar:

Áhrifaþættir á loftgæði

Koldíoxíð (CO2):CO2 verður til við öndun og getur einnig verið hluti af bruna.   Magn CO2 ræðst af því hversu margir eru í skólastofunni og hvað er verið að gera (virkni), hversu lengi nemendur eru í skólastofunni og hversu góð loftræstingin er.    Hátt magn CO2 hefur áhrif á nemendur og vellíðan þeirra sem eru í stofunni.

Lykt: Lykt í skólastofu er vísbending um léleg loftgæði í skólastofunni.   Lykt kemur bæði af fólki, en einnig vegna lélegrar loftræstingar.

Rokgjörn lífræn efnasambönd: Rokgjörn lífræn efnasambönd (VOC) eru fjölbreytt og mismunandi, en mörg þeirra eru skaðleg heilsu – sérstaklega ef of mikið er af þeim í andrúmsloftinu. Þessi efni geta t.d. verið formaldehýð, tólúen, dekan, ísópentan, stýren og klóríð. Þessi efni geta komið frá mörgum stöðum og safnast fyrir ef það er ekki loftað vel.

Raki: Raki kemur frá okkur þegar við öndum, en líka t.d. frá blautum fötum. Raki er ein af grundvallarforsendum fyrir því að myglusveppur getur vaxið. Þegar raki safnast fyrir og loftræsting hjálpar ekki til við að losa í burtu rakann myndast góðar aðstæður þannig fyrir vöxt myglusvepps.

Heilsa

Rétt loftræsting dregur úr líkum á dreifingu á bakteríum og veirum, ásamt því að bæta gæði loftsins sem við öndum að okkur. Með réttri loftræstingu er dregið  úr líkum á að agnir sem geta smitað hangi í loftinu og að mettun í lofti af slíkum ögnum eigi sér stað, þar sem loftræstingin dregur óhreint loft til sín og kastar út

 

.

Loftræsting í skólastofum – lausnir

Dreifð loftræsting

Hefðbundin loftræsting
Eitt miðlægt kerfi er fyrir öll rýmin, loftræstilagnir eru lagðar á milli.

Í nýjum húsum er vanalega sett upp hefbundin loftræsting, en í eldri byggingum er möguleiki á að setja upp loftræstingu án alls kostnaðar semvið að setja upp hefðbundna loftræstingu. Dreifð loftræsting er þar gríðarlega góður kostur.

Notkunarstýrð loftræsting
Í nútima loftræstingum eru oftast notaðar nemar fyrir hverja og eina stofu, sem geta þá numið t.d. hitastig, rakastig, CO2 gildi, VOC gildi og kerfin bregðast við miðað við þörfina. Hver og ein skólastofa er notuð að meðaltali í innan við 10% heildarklukkustunda á ári hverju (virkar kennslustundir),  og á öðrum tíma er stofan auð. Notkunarstýrð loftræsting tekur mið af þessu, þá er lítil loftræsting þegar enginn er við, en þegar t.d. krakkar eru í leik þá getur loftræstingin gefið mikið af lofti.

Loftgæði í skólum og leikskólum skipta máli

Gæði innilofts er fjárfesting sem er fljót að borga sig. Jafnvel þótt við sjáum ekki óhreinindi í lofti þá geta þau safnast fyrir og eðlilegt er að loftræsting í skólastofum sé góð og öflug.

 

 

Linkar: