Varmaendurvinnsla á sér stað þegar vami er flutur úr einu efni í annað. Samkvæmt grunndvallar lögmáli varmafræðinnar er ekki hægt að búa til eða eyða orku, einunings breyta úr einu orkuformi í annað. 

Á mannamáli þýðir þetta að orkan eru endurnýtt. Í tilfelli loftræstikerfa þá er heitt loft sem kemur í útblæstri nýttur til að hita upp kaldara loft sem er að koma að utan. Yfirleitt fer varmaendurvinnslan fram annað hvort með varmaskiptum, þar sem notast er við álþynnur til að láta varmaskiptin fara fram.  Hins vegar varmaendurvinnslu hjól, þar sem hjól sem snýst er notað til að bera varma á milli.

Dæmi um þetta mætti nefna að um vetur er hitastig úti er -10°C og við viljum hafa 21°C. Ef loftskipti eru 300m3/klst sem er algeng loftskipti fyrir íbúðarhúsnæði sem er ca. 150 m2.  Það þarf 3,1 Kw að hita þetta magn af lofti. Kostnaður er 267 krónur á dag miðað við 148,68 krónur m3 af heitu vatni og orkunýtingu á heita vatninu úr 70 í 35°C.  Sé meðalhitastig í Reykjavík skoðað má sjá að kostnaður við slíka kyndingu er 50.884 krónur á ári. Sé varmanýting 85% eins í í góðum varmendurvinnslukerfum væri sambærilegur kostnaður 4.658 kr á ári. 

Þetta er í þéttbýli þar sem hægt er að notast við heitt vatn.  Sé um rafmagnskyndingu að ræða er staðan allt önnur og mun meiri munur.   Kyndikostnaðurinn yrði þá 213.723 kr á ári án varmaendurvinnslu, en 32.058 kr á ári með varmaendurvinnslu án niðurgreiðslu en 95.917 kr á ári án varmaendurvinnslu en 14.388 kr með varmaendurvinnslu.

Það er því ljóst að það er gríðarlegur fjárhagslegur ávinnur af því að notast við varmaendurvinnslu.