Til að velja loftræstikerfi fyrir einbýlishús eru 4 skref hér fyrir neðan á myndinni:

Frásog: Er sett í votrými, geymslur og þar sem lykt er t.d. eldhús.


Innblástur: er settur í dvalarrými t.d. svefnherbergi og stofur.

Ekki er sett innn og út í hvert rými.

1. Loftræstikerfi

Loftræstikerfi fyrir einbýlishús

Loftræstikerfin eru tvívirk, annars vegar sjá þau um að draga rakt og óhreint loft úr íverustaðnum eða íbúðinni en hinn hluti kerfisins sér svo um að blása inn fersku lofti.  Kerfin eru því með 2 viftum sem sjá um að blása í sitthvora áttina.

Varmaendurvinnsla fer fram annað hvort með varmaskipti eða varmahjóli, þannig að loft er hitað upp. Til dæmis ef hiti úti er -10°C, þá er loftið sem er blásið út notað til að hita sama ferska loftið upp.

Skoðaðu í vefverslun nokkur kerfi:

Við val á loftræstikerfum eru nokkrir þættir sem þarf að horfa til t.d.


2. Aukahlutir

Aukahlutir eru viðbætur sem geta hjálpað loftræstikerfinu og bætt notkun þess en eru sjaldnast nauðsynlegt. Mikill munur getur verið á aukahlutum á milli framleiðanda.

Stýringar: Stýringar er stór hluti af loftræstikerfinu. Hægt er að velja frá einföldu kerfi, miðlægu netkerfi og yfir snertiskjái.

Nemar: Val er um fjölmarga nema t.d. hitanema, rakanema og CO2 nema, sem geta stýrt kerfinu og aukið eða dregið úr afköstum.

Hitarar: Val um hitara t.d. vatnshitarar eða rafmagnshitarar, hægt er að stýra hiturunum með loftræstikerfinu og sum kerfi koma með innbyggðum hiturum oftast sem frostvörn.

 


3. Lagnir

Tengja þarf loftræstikerfin.  Í grunnin eru 4 lagnir, 2 út (ferskt loft inn, skítugt út), 2 inn (ferskt hitað loft inn, frásog úr rými).

Í grunnin eru 2 algengustu leiðirnar til að leggja lagnir, annars vegar að leggja hörð rör og hins vegar að leggja barka.  Plastbarkarnir eru komnir til að vera og sú leið sem algengustu er, því munum við fjalla um hana hérna.


Plaströr- krabbi

 


Plaströr eru mun auðveldari í uppsetningu en hefðbundin spírórör og taka minna pláss.  Rörin eru anti-statík og antí-bakteríu og safna því síður ryki eða öðrum óhreinindum.  Þau eru með innnbyggða hitaeinangrun ( en auk þess hægt að bæta við).   

-Ryðga ekki í steypunni 
-Halda formi 
-Þurfa minna pláss í steypunni

Helsti ókostur er meiri þrýstingstap.

Hart rör (eða barki) er lagður frá loftræstikerfi og í dreifikassa og frá dreifikassanum í hvern notandna (1-2 rör í hvert rými).

Sjá hluta fyrir plastkerfi.

4. Dreifarar

Dreifarar

Dreifarar eru oftast andlit kerfanna og það sem er sýnilegt um rýmin.
Hægt er að velja úr úrvali af dreifurum eftir því hvernig kerfi er valið og hvernig stútar eru notaðir inn í rýmin. Oft er notast við loftstúta eða veggstúta.
Hluti af dreifurum er að tryggja loftflæði á milli rýma, það þýðir að setja þarf t.d. yfirstraumsristar.

[porto_grid_container] [porto_grid_item width=”1″]Insert Conten00t[/porto_grid_item] [porto_grid_item width=”1″]Insert 222 [/porto_grid_item][/porto_grid_container]


Yfirstraumsristar

Yfirstraumsristar eru hljóðdempandi rör eða göt sem liggja út úr herbergjum til að leyfa loftinu að flæða en ekki hljóði. Hluti af loftræstikerfinu er að loftið flæði um öll rými og það sé gott loftflæði ef hurðir eru þéttar þá kemst loftið ekki, en með yfirstraumsristum þá er loftinu leyft að flæða. Ef það er ekki hljóðdempun er hætta á að hljóð berist úr rýminu eða inn í það.