Baðviftupakki – 125 mm

Kíktu í vefverslun

Vefverslun
SKU: vts-viftupakki-125 Categories: , , ,

Description

Baðviftupakkin er hugmynd um hvernig er hægt að leysa baðviftu sem er sett á útvegg og blæs beint út um hann. Þetta er mjög algeng uppsetning á baðviftum og því setjum við það helsta sem þú þarft.

Vifta: Hljóðlát Quit baðvifta, sem lengur hefur verið ein vinsælasta baðviftan okkar. Hljóðlát og öflug baðvifta.

Rör: Rörið er notað í útvegginn, til að koma í veg fyrir að raki komist í byggingarefnið. Viftan gengur beint inn í rörið. Gera þarf nægjanlega stórt gat til að rörið komist fyrir. Eins augljóst og það kann að hljóma, þá er algengara en menn þora að viðurkenna að of lítið gat sé gert.

Veðurhlíf: Við búum á Íslandi og hér blæs stundum, veðurhlífar eru notaðar til að draga úr því að vindur nái að blása inn. Viftan kemur með með einstefnuloka, en þar að auki þarf veðurhlíf til að draga úr blæstri. Góðar veðurhlífar skipta jafnframt máli, þessar veðurhlífar eru smíðaðar á Íslandi fyrir íslenskar aðstæður. Á mjög vindasömum svæðum gæti þurft að ganga lengra og þá borgar sig að ræða við sölumann.