Description
Afbræðsluvír – Magnum hitavír er hannaður sérstaklega til að halda vatnslögum, krönum, affalli frá því að frjósa.
Hitavírinn er með föstum afköstum – því er nauðsynlegt að setja hann rétt upp.
Hitavírinn er vafinn utan á lagnir með einangrun.
Tilbúinn að tengja og kemur tilbúinn með kló og hitastilli.
Hitastillirinn fer í gagn ef hitastigið er undir 5°C og hitar þangað til hitinn fer aftur uppfyrir 5°C. Mælt er með því að nota einangrun með vírnum til hitinn leiti inn að rörinu en ekki út.
Ábendingar:
- Vírinn má ekki krossast eða tengjast þegar hann er rúllaður upp
- Ekki er hægt að stytta vírinn – hann kemur í föstum lengdum
- Ekki er hægt að nota þar sem hiti fer yfir 65°C
- Nota með einangrun t.d. polyethylene sem er að lágmarki 10 mm þykk
- Flati hluti vírsins er hafður á rörinu – þannig að skynjunin sé á þeim hlua og hægt að festa með sérstöku teipi sem fylgir.
- Tengja við 220V tengi með jörð
Eiginleikar:
- Kemur í föstum lengdum frá 1 m
- Afköst 10 W á meter
- Kemur með kló og 2 metra snúru
- Kemur með sjálfvirkum hitastilli / termóstati sem startast við +5°C
Bæklingur: