Flest nútíma heimili eru byggð þannig að það er ekki náttúruleg “öndun” – heldur eru þau þétt og gerð til þess að spara orku. Slíkt er gott útaf fyrir sig en á sama tíma þarf að hugsa út í öndun. Auk þess hefur lúsmýið gert það að verkum að oft þarf að loka húsum lengi og þá án þess að vera með neina loftun. Því hefur orðið æ algengara að setja loftræstikerfi í sumarhús, þannig að það sé alltaf gott loft og hægt að láta sér líða vel í sumarhúsinu án þess að þurfa að hafa áhyggjur að hleypa inn lúsmýi, raki safnist upp eða loftið sé óheilbrigt.
Helstu ástæður þess að setja loftræstikerfi í sumarhús:
- Bæta loftgæði
- Draga úr líkum á raka
- Auðveldara að loka gluggum en vera með ferskt loft
- Lúsmý – hægt að loka húsinu
Loftræstikerfin draga inn ferkst loft og með loftsíum koma í veg fyrir að óhreinindi eða flugur geti komist inn. Þá er alltaf ferstk loft, jafnvel þótt gluggar séu lokaðir.
Kerfið dregur úr varmatapi og endurnýtir varma, en ef húsið er mjög heitt er hægt að nota kerfið til að kæla húsið með því að nýta kalt loft að utan til að blása inn köldu fersku lofti.
Helstu lausnir:
Loftræstikerfi
Lang algengast er að notast við hefðbunda loftræstingu. Þá er loftræstingu komið fyrir á lofti eða í skáp, rör eru tengt út og svo er lofti dreift um rýmið með rörum eða börkum. Fjölmargar lausnir eru í boði sem fara þá eftir stærð og óskum viðskiptavina um afköst eða aðra eiginleika sem loftræstikerfið á að uppfylla. Til er allt frá mjög einföldum kerfum með fáa valmöguleika og upp í mjög fullkomin kerfi.
Skoða loftræstingkerfi sem eru í boði.
Sambyggð loftræsting
Sambyggð loftræsting er svipuð og lungum, en stærri um sig og með meiri afköstum. Kerfin svipar meira til hefðbundinnar loftræstingar, þar sem 2 rör tengjast í gegnum útvegg en beint frá kerfinu og svo eru annað hvort notast við kerfi sem blása beint ú umhverfið eða tengt við barka.
Skoða sambyggða loftræstingu sem eru í boði.
Lungu
Lungu eru einfaldar lausnir til þess að loftræsta. Lungu koma með varmaendurvinnslu kubbi sem er oft gerður úr keramiki. Loft skiptist á að blása inn eða út og þegar loft blæs út þá hitnar kubburinn sem svo hitar útiloftið áður en því er blásið inn. Hægt er að nota lungum stök eða tengja saman fleirri lungu og fá þá heildstæðara kerfi.
Skoða lungu sem eru í boði.
Frekari upplýsingar um kerfi og lausnir og hvernig svona getur litið út eru á síðu þar sem fjallað er um loftræstingar fyrir heimili.
Hafðu samand:
Ertu með spurningar? Hafðu samband við sölumann með því að senda póst á ishusid@ishusid.is, hringja í síma 566 6000 eða fylla út formið hér fyrir neðan: