Lunga – loftræsting – VENTO Expert A50-1 W

Kíktu í vefverslun

Lunga VENTO Expert A50-1 W

SKU: vts-VENTO-expert-A50 Categories: , Tags: ,

Description

Vento Expert eru “lungu” eins og svona dreifð loftræsting er oft kölluð.

Kerfin virka þannig að í stað þess að vera með hefbundið loftræstikerfi þar sem barkar eða loftræstilagnir eru lagðar um allt og notast er við eitt miðlægt loftræstikerfi þá er komið fyrir í útvegg loftræstingu og hvert rými starfar þá annað hvort sjálftstætt eða sem heild við önnur kerfi. Þessi kerfi hefur svo verið gefin fjölmörg nöfn en á Íslandi er algengast að kalla þessi kerfi “lungu”, en dreifð loftræsting, herbergir loftræsting og svo framvegis.

Kerfin virka þannig að rör er sett í útvegg. Skiptst er á að blása lofti inn eða draga út loft. Inni í rörinu eru svo vifta, loftsía og svo varmakubbur. Keramík varmakubburinn dregur í sig hita þegar lofti er blásið út en hitar svo loftið á móti þegar köldu lofti er blásið inn og sprarar þannig orku.

Hægt er að para saman fleirir lungu saman og mynda þannig heilstæða loftræstingu þar sem kerfið getur þá betur stjórnað hitastigi í rýminu. Þó er alls ekki þörf á því að tengja saman einingar og auðvelt að vera bara með eitt sjálfstætt kerfi og fá betri loft.

Algengt er að nota þessi kerfi hér á landi t.d. í kjöllurum þar sem erfitt er að koma með meiri loftun, í minni rýmum þar sem þörf er á loftun t.d í bílskúrum eða geymslum og að lokum í sumarhúsum.

Bæklingar og tækniblöð:

Additional information

Weight 15 kg
Dimensions 40 × 40 × 100 cm