Loftræstikerfi – AIRFI 100

Kíktu í vefverslun

Vefverslun
SKU: airfi-100-E Categories: , Tags: ,

Description

Loftræstikerfi frá Airfi skapa ferskt og gott loft.  Nýjasta tækni frá AIRFI er finnst tæknifyrirtæki sem hefur hannað kerfið fyrir Norrænar slóðir.  Kerfið er sérstaklega vel til að taka við sveiflum í hitastigi á milli hita og frosts ásamt sveiflum í rakastigi með oskrusparandi keyrslu á köldum tímum.

Fólk eyðir sífellt meiri tíma innandyra og því skiptir máli hvers konar innilofti þú andar að þér. Airfi
loftmeðhöndlunareiningar og útblástursháfar gera haft framúrskarandi jákvæð áhrif á loftgæði
innandyra í þinni eign. Samfelld loftræsting Airfi veitir skilvirka loftræstingu fyrir eign þína allt árið um
kring. Hágæðaloftræsting veitir heilbrigt inniloft á orkusparandi hátt, án þess að skerða lífsgæðin
heima fyrir.

Í byggingum þar sem margir búa er góð loftræsting enn mikilvægari. Loftræsting fjarlægir raka úr
byggingunni. Loftræsting kemur í veg fyrir að raki sé leiddur inn í húsnæði, sem stuðlar að myndun
myglu og sveppa. Varminn frá úttaksloftinu er endurheimtur, sem skilar bættri orkunýtingu.

Með vélrænni loftræstingu er ferskt útiloft flutt inn í bygginguna í gegnum eininguna.
Loftmeðhöndlunareining er útbúin skilvirkum ISO grófum, 90% + ISO ePM 1 55% síum (áður
flokkað sem G4+F7), sem sía loftið sem kemur utan frá og inn á við. Mundu að skipta um síur
reglulega, að minnsta kosti á sex mánaða fresti. Á úttaksloftmegin er varmaskiptirinn varinn gegn
óhreinindum með ISO Coarse 90% síum (áður G4).

Loftræstikerfið hitar upp síað inntaksloft áður en því er dreift um herbergið. Inntaksloft að
utan er aðallega hitað með hita frá loftinu sem kemur út úr varmaskiptinum. Ferskt inntaksloft við rétt
hitastig eykur lífsgæði. Stilltu hitastig inntaksloftsins aðeins lægra en stofuhita. Þetta tryggir frískandi
inniloft og loftið sem kemur inn blandast betur við loftið í herberginu. Alltaf þarf að vera kveikt á
loftmeðhöndlunareiningunni. Það þarf eingöngu að slökkva þegar framkvæma á viðhald. Þetta tryggir
að eignin búi yfir fullnægjandi loftræstingu og veiti aukin lífsgæði.

Airfi mælir með að hitastig inntaksloftsins sé stillt á +17°C. Ef hitastig er of hátt þá eykur það
orkunotkun og hreina loftið sem blásið er inn í herbergið blandast ekki eins vel við loftið í herberginu
eins og ef hitastig inntaksloftsins er 3–4 gráðum lægra. Ef blása á lághitalofti inn í herbergið þá
þarf að taka tillit til hættu á rakaþéttingu í rásunum. Því er verksmiðjustillingin fyrir lágmarkshitastig
inntakslofts 15°C. Athugaðu að loftmeðhöndlunareiningin kælir ekki inntaksloftið.

Fullkomið kerfi fyrir minni íbúðir, sumarbústaði eða þar sem lítið pláss er fyrir slík kerfi.

 

 

 

Framleitt að fullu í Finnlandi og öll tækni þróuð í Finnlandi.

Með AFPS tækni er orkusparnaður AIRFI kerfanna A+

Kerfin eru mjög hljóðlát og til þess að sjá nákvæmlega hlljóðgildi er hægt að sækja excel skjalið og fá nákvæmar upplýsingar um hljóð miða við afköst sem á að nota kerfið.

Kerfi er eingöngu 558 á breidd svo þau passa inn í baðskáp.

Hæðin er eingöngu 490 mm.  Þetta þýðir að það er bæði hægt að setja þvotavél og þurrkara undir kerfinu!  Kerfin eru með þeim minnstu á markaðnum og sérstaklega hönnuð með það að markmiði að komast fyrir í skápum og minnka þannig plássið.

Mjög þægilegt er að opna kerfið til að skipta um loftsíur.

Helstu eiginleikar:

  • Innbyggð nettenging – innbyggð nettenging sem býður upp á beina tengingu við app án þess að þurfa að kaupa neitt annað.
  • Innbyggð rakastýring – snjöll rakastýring með sjálfvirkni út rrá rakastig loftsins.
  • Gott loft – hljóðlátt og orkusparandi kerfi
  • Hratt í uppsetningu – með uppsetningarbrakketti er hægt að flýta verulega fyrir uppsetningu og auðvelda hana.
  • Jafnt hitastig – jafnar hitastig með bypass ventli til þess að stýra hitastigi.  Dregur úr orkutapi á veturnar og endurvinnur hitastigið og notar bypass til að kæla á sumrin (ef þörf er).
  • Rakadöggun – hallandi botn safnar döggunarvatni frá kerfinu.
  • Tenging við hússtjórnarkerfi – býður valmöguleika á að tengjast við fjölmargar tegundir af hússtjórnarkerfum.
  • AFPS tækni – tækni sem AIRFi hefur þróað til að aukna nýtingu kerfisins á öllum tímum ársins og til að sleppa við auka forhitara. Snjallar mælingar sem notast við raunstöðu.
  • Stýringar – býður upp á að tengja við APP eða AIRFI veggstýringar
  • Eftirhitari – til að hita upp ef þörf er á meiri hita.

Tækniupplýsingar:

  • Stærð: 558 x 490x 558mm
  • Þyngd: 46 kg
  • Rör: 4 x 160, 1 x 125
  • Eldhúsháfstengi: Já
  • Mesta útsog (100 pa):  385 m3/klst – 107 dm3/s
  • Mesti innblástur (100 pa):  356.4 m3/klst –  99 dm3/s
  • Rafmagnsnotkun; 230V,50Hz, 10A, max.1165W: Kló
  • Hitari:  920 W (rafmagn)

 

Skoðaðu bækling á íslensku:

 

Tækniblöð og leiðbeiningar:

Skoðaðu aðrar lausnir fyrir heimili: