Öflugar stokkaviftur, koma í húsi sem eru með flöngsum tilbúnum til að bolta við rör. Hannaðar til að dæla miklu magni af lofti eða gasi. Hannaðar til að ná miklu flæði. Einnig í boði með sérstaklega sterkum ramma sem þolir tærandi efni.
- Stærð: Frá 280 til 1250 mm
- Afköst: Frá 2050 til 89000 rúmetra á klukkustund
- Mótorar: Frá 0,15 til 18,5 kW, mótorarnir eru í lokuðu húsi úr áli eða pottjárni með viðhaldslitlum legum, einfasa eða þriggjafasa, IP 55.
- Hitastig: -20°C til 40°C