Loftskiptikerfi fyrir heimili

Heilbrigt loft

Við dveljum að meðaltali yfir 90% sólarhringsins innandyra og því þarf loftið að vera gott. Loftræsting fyrir heimili:
  • Hreinsar burtu agnir úr loftinu eins og myglugró eða frjókorn.
  • Kemur í veg fyrir uppsöfnun á óheilbrigðum efnum t.d. frá húsgögnum, málningu eða annarra hluta sem gefa frá sér efni.
  • Heldur eðlilegri lofthreyfingu á heimilinu.

Rakastýring

Loftraki er ein helsta ástæðan fyrir myglusvepp í lofti.  Loftræsting kemur í veg fyrir að raki safnist fyrir innandyra. Loftræsting fyrir heimili:
  • Kemur í veg fyrir rakasöfnun
  • Dregur úr rakaþéttingu innandyra
  • Verndar byggingar fyrir rakaskemmdum

Sparnaður

Loftræstikerfin endurnýta varma í lofti, heitt loft innan úr húsinu hitar loftið sem er að koma inn.  Þannig næst gríðarlegur orkusparnaður. Loftræstikerfi fyrir heimili:
  • Endurnýta varma og spara orku
  • Eru sjálf sparneytin og með orkusparandi viftur
  • Spara kostnað í viðhaldi með því að viðhalda heilbrigðum byggingum.

Fullkomin stýring

Þú stýrir loftflæðinu í eigin íbúð með því að stjórna kerfinu – annað hvort með stýringu eða í gegnum vefstýringu. Hefbundin loftun í íbúðum er eitt kerfi fyrir stóran hluta hússins, loftskiptikerfi er eitt kerfi sett í hverja íbúð og íbúinn hefur fulla stjórnun á loftuninni.  

Kerfin eru flest búin þannig að hægt er að stilla að kerfið myndi yfiþrýsting og ýti þannig ryki og raka út frekar en að draga inn í íbúðina.

Hvernig virka loftskiptikerfin?

  1. Hreinu útilofti er síað og blásið inn í íbúðina.  
  2. Óhreint loft (td. af baði) er sogað út úr íbúðinn og blásið út.
  3. Varmaendurvinnsla (notar hitann úr íbúðinni) og hitar upp kalt útiloft áður en það fer í íbúðina

Þannig færðu alltaf inn ferskt loft án þess að það sé kalt.

Myndir af kerfum:

Bæklingar:

Algengar spurningar:

Við höfum búið til reiknivél til að reikna út afköstin: Reikna afköst Við val á afköstum geta auk þess komið inn margar breytur eins og aðgengi, hversu öflugt kerfi menn vilja ofl slíkir þættir

Rekstrararkostnað er hægt að skipta í 3 liði:

  • Loftsíur
  • Rafmagn
  • Viðhald

Allir þessir þættir fara eftir því hversu stór kerfin eru.  

Flestar blikksmiðjur landsins taka að sér að setja upp kerfin, en einnig er algengt að bygggingaraðilar setji sjálfir upp eigin kerfi.

Nei!

Við hjálpum þér en mælum með því að fá fagmenn til þess að hanna kerfin fyrir þig eins og verkfræðistofur.

Hvað þarftu?

Allt á einum stað

Eigum á LAGER gríðarlegt úrval

Byrjaðu strax

Íshúsið er ein stærsta heildsala landsins í loftunargeiranum – sem þýðir að við vinnum með vörur af lager.  Við eigum á lager flest það sem þarf til að setja upp slík kerfi allt frá loftræstikerfum, börkum, beygjum, rörum og dreifurum.

Styrkurinn liggur í því að þegar verið að vinna hvort sem er með stór eða lítil verkefni getur Íshúsið afhent vörur af lager nánast samdægurs, jafnfram boðið samkeppnishæf verð.

Loftræstikerfi:

Dæmigerðar myndir af kerfum og uppsetningum