Loftræstikerfi

Íshúsið býður loftræstikerfi í fjölmörgum útfærslum. Íshúsið er einn stærsti innflytjandi landsins með innflutning frá stórum og öflugum framleiðendum með heimsklassa gæði, orkunýtingu og styrk kerfanna.

Lítil loftræstikerfi fyrir heimili hafa verið mjög vinsæl, þar sem þau bæta loftgæði á heimilum. Gott inniloft er gríðarlega mikilvægt og með góðu loftræstikerfi er hægt að ná fram orkusparnaði, tryggja goft inniloft og lengja líftíma bygginga.

Minni loftræstingar koma mörg með innbyggðum stýringum og eru mjög einföld. Oft eru stýringarnar bara þannig að það sé hægt að stýra afköstum kerfinsins. Flóknari stýringar eru í boði sem taka tillit til ólíkra umhverfisþátta, svo sem hitastigs, rakastigs, CO2 gildis eða annara gilda sem óskað er eftir.

Útfærslur eru í boði varðandi varmaendurnýtingu og hvernig loftræstikerfin endurnýta varma eða hvort þau gera það yfir höfuð. Með varmaendurnýtingu næst orkusparnaður, þar sem kerfin endurnýta varma í loftinu sem er verið að kasta út.

Loftræstikerfi

Hér fyrir neðan er í boði lítill hluti af þeim loftræstikerfum sem við bjóðum upp á. Þetta eru stöðluð kerfi sem við eigum oft á lager. Loftræstikerfi eru mjög mismunandi og taka mið af þeim aðstæðum sem eru á staðnum. Hafðu samband og fáðu upplýsingar um loftræstikerfið sem þig vantar, við eigum örugglega til lausnir.

Showing 1–16 of 139 results