Iðnaðarþurrktæki – FD 240

Kíktu í vefverslun

Vefverslun

Description

Iðnaðarþurrktæki sem er 240 l/sólarhring við kjöraðstæður (32°C/90% raka) og hentar við ólíkar aðstæður, hér á landi hefur kerfið verið notað við að þurrka fisk, í vörugeymslum svo eitthvað sé nefnt. Kerfi henta þó víða þar sem þörf er á öflugum þurrktækjum.

Iðnaðarþurrktækið er framleitt af Fral á Ítalíu, sem er einn stærsti framleiðandi á þurrktækjum í everópu og hefur áratuga reynslu af framleiðslu á þurrtkækum. Fral sérhæfir sig fyrst og fremst í framleiðslu á þurrktækjum og hefur gríðarlega breytt úrval, allt frá litlum heimilistækjum og upp í stærstu iðnaðarþurrktækjum.

Iðnaðarþurrktæki í FD seríunni eru upphengjanleg á vegg og jafnframt hægt að tengja við barka eða loftrásir sem þýðir að þau geta annað hvort staðið sjálftætt eða verið hluti af loftrás t.d. með því að tryggja að innblástur sé nægjanlega þurr í rigningarveðrum eða viðhalda réttu rakastigi í rými.

Afköst FD seríunnar er frá 160 l/24 klst við kjöraðstæður (32°C/90% raka) og upp í 960 l/24 klst, en mikilvægt er þegar tæki er valið að velja vel aðstæðurnar sem tækið á að vinna við (sjá grafið fyrir afköst).

Afköst:

Iðnaðarþurrktæki

Eiginleikar:

  • Rammi – gerður úr galvaniseruðu stáli, málað með epoxy húð til að draga úr tæringu.  Auðvelt er að taka út hlðarnar til að skoða eða viðahalda tækinu.
  • Pressa – Öflug frystipress, sett upp með titringspúðum til að minnka hljóð.
  • Kælirás – Kælirás er með koparrörum og eimi úr álþynnum.
  • Safntankur – Vatnstankurinn er úr plasti og er iðnaðarþurrtækið beintengt við niðurfall með 3/4 vatnstengi.
  • Vifta – Öflug centrifugla vifta kemur í iðnaðarþurrktækinu.
  • Loftsíur – útskiptanlegar og þvoanlegar loftsíur.
  • Stýring – stýring fyrir rakastig, afhrímingu og pressu.

 

Tækniblöð: