Stjórnkerfi fyrir bílastæðahús

Kíktu í vefverslun

Stjórnkerfi fyrir bílastæðahús

SKU: stjornkerfi-fyrir-bilastaedahus Category:

Description

Íshúsið býður upp á nokkrar lausnir af stjórnkerfum fyrir blásara fyrir bílastæðahús eða bílakjallara. Kerfin geta verið mjög mismunandi og misdýr eftir þeim kröfum sem farið er fram á. Jafnframt getur verið mat á hvaða gastegundir á að fylgjast með (CO / NOX / LPG) eða hvort annað eigi að ráða t.d. rakastig. Einnig hversu nákvæmlega á að stýra blásurum. Hægt er að stýra blásurum eftir þröskuldum eða í hlutfalli, þannig að ef gas hækkar þá eykst kraftur blásaranna, einnig getur tími ráðið t.d. getur að degi til verið eðlilegra að leyfa blásurum að ganga hraðar en á nótunni til að takmarka hljóð.

Ein stærsti framleiðandi heims og sérhæfðasti í þessum efnum er MSR. Íshúsið hefur selt kerfi frá MSR sem eru þau flottustu sem boðið er upp á. Þeir bjóða heildarstýringar, skynjarna og viðvörunarkerfi (ljós/bjöllur).

PolyGard®2 eru skynjarar sem eru notaðir til að vera með stöðugt eftirlit eftir skaðlegum gastegundum í loftinu, hvort sem um er að ræða kolmónoxíð (CO), Nítrógas (NOx)) eða LPG (grillgas), þá mælar skynjararnir magn af gasinu í loftinu. Það geta verið einn eða fleirri skynjarar í hverjum kjallara eftir því hversu mikil þörf er eða hversu stór kjallarinn er. Skynjunin getur veri út frá heilsugildum eða hættugildum eftir því hversu mikið er af gasi í bílakjallaranum og eftir mismunandi stöðlum t.d. EN 50545-1. Einnig eftir kröfum byggingarreglugerðar varðandi kolmónoxíð

Stjórnstöð tekur við boðunum og vinnur úr boðunum, hvort setja á blásara af stað og af hverjsu miklum krafti, hvort það þurfi að setja viðvörunarbjöllur og ljós af stað.

Helstu eiginleikar:

  • Hægt að víkka upp í allt að 7 modula
  • Getur stjórnað 32 eiginingum og/eða 96 skynarar
  • Allt að 32 úttök fyrir blásara (250v/5A)
  • Allt að 16 úttök fyrir 4-20mA eða 4 stafræn inntök
  • Uppfyllir staðla EN50545 og EN 50271
  • Rak- rykvörn IP65

Dæmi um uppsetningu

Kerfin eru mjög fjölbreytileg eftir stærð og kröfum.

Einnig er hægt að nota kerfið við aðrar aðstæður t.d. á bílaverkstæði til að tryggja gott loft inni á verkstæðinu.

Bæklingur
Bæklingur með tækniupplýsingum