Stokkablásari – VKAP

Kíktu í vefverslun

Vefverslun

Stokkablásari – VKAP

SKU: vss-VKAP Categories: ,

Description

Stokkablásari frá Salda.  Stokkablásarar eru öflugir centrifugal (miðflóttaafls) blásarar sem geta blásið lofti við töluverðan mótþrýsting (lágt til miðlungs) og eru öflugir þegar kemur að því að blása loftilangar leiðir.

Stokkablásarar eru hagkvæm lausn miðað við hversu öflugir blásararnir eru. Þeir hafa verið í boði í áratugi á Íslandi og endingin hefur verið mjög góð.

Stokkablásarar eru gríðarlega fjölhæfar og henta við gríðarlega fjölbreyttar aðstæður, þar sem þörf er á að soga út loft eða blása inn. Þetta er ein algengasta týpan af rörablásurum sem eru í boði á markaðnum, hvort sem á að loftræsta skrifstofur, þvottahús, iðnaðarhúsnæði eða annað þar sem þörf er á öflugum stokkablásara.

Stokkablásarinn er með húsi sem er gert úr galvaniseruðu stáli.

Spaði blásarans er bakbeygður og með mótor sem er einfasa utanáliggjandi mótor. Blásarinn er er búinn með öflugum stál kúlulegum, með yfirhitavörn og gefinn upp fyrir allt að 40.000 klst notkun. Viftublaðið er balanserað í verksmiðju, til að draga úr titringi og lengja endingu. Mótorinn kemur með IP44 vörn.

Blásarinn er með einum hraða og hægt er að bæta við hraðastýringu til að hraðastýra blásaranum, annað hvort stiglausri eða þrepaðri hraðastýringu – hér er hægt að skoða úrvalið af Hægt er að tengja nokkrar viftur saman við eina hraðastýringu (sem þarf að dekka kraftinn á öllum viftunum).

Stokkablásarinn kemur með fæti, sem er hægt er að nota til að festa blásarann við vegg eða loft. Utan á viftunni er tengibox til að rafmagnstengja viftuna.

Þessi útfærsla af viftu kemur í stærðum frá 100 mm – 315 mm.

Helstu eiginleikar:

  • Hljóðlát miðað við afköst
  • Orkusparandi bakbeygður viftuspaði
  • Kraftmikill mótor
  • Mikið loftmagn, jafnvel í töluverðum mótþrýstingi
  • Auðveldar í uppsetningu
  • Gríðarlega fjölbreyttir notkunarmöguleikar

Bæklingur:

 

Heimasíða framleiðanda.

 

 

Additional information

Weight N/A
Dimensions N/A
Stærð

100, 125, 160, 200, 250, 315