Description
Taustokkar eru gerðir úr efni til að annað hvort flytja loft eða dreifa lofti. Þótt þeir hafi ekki verið mikið notaðir á Íslandi þá hefur notkun þeirra verið að aukast á undanförnum árum sérstaklega vegna fjölbreyttrar möguleika.
Taustokkar
Taustokkar eða Textílloftstokkar (jafnvel loftsokkar) eru loftræstilagnir gerð úr nokkrum tegundum af efni eða textíl. Hægt er að fá taustokkana í nokkrum útfærslum af formi, algengast er að þetta sé hringur, hálfhringur eða sporöskjulaga. Lofstokkurinn þrýstist út þegar lofti er blásið í stokkinnn og loftið dreifist um rýmið.
Helstu kostir:
- Hljóðlátt – taustokkar eru með litlum götum – mistórum þó – sem loftið blæs út um
- Umhverfisvænt
- Höggþolið – sveigjanlegt
- Hægt að þrýfa
- Hagkvæmt – ódýrara en hefbundin dreifing
- Taustokkar – eru auðveldir í uppsetningu
- Fjölbreytittir litir í boði
Fyrir hverja hentar þetta?
Notkun er gríðarlega fjölbreytt og því hentar þetta fyrir mjög margar mismunandi útfærslur.
- Matvælavinnslur – Matvælavinnslur hafa notað loftsokka í áratugi á Íslandi og eru þeir þekkastir þar. Loftstokkarnir tryggja gott loftflæði á starfsmannasvæðum án þess að kæla starfsmenn of mikið með miklum blæstri eða stórum viftum. Sérstök útfærsla af taustokkum eru valdir sem eru með bakteríu-varnir og úr efni sem er auðvelt að þrýfa oft.
- Íþróttahús – þar sem boltar eru á ferðinni hefur alltaf verið hætta á skemmdum á loftræstikerfum þar sem boltar og annað geta eyðilagt stálstokkana. Hægt er að koma taulofstokk fyrir í mæni og auka varmadreifingu og draga úr kostnaði.
- Kvikmyndahús og leikhús – Stór svæði þar sem þörf er á loftræstingu sem er mjög hljóðlát en það er mikið af fólki og þörf á miklu af lofti
- Matvöruverslanir og stórverslanir – jafnt loftflæði um allt verslunarsvæðið og mun ódýrara en að leggja stóra stálstokkar
- Apótek, lyfjaframleiðsla, hrein herbergi, rafmagnsherbergi og krístísk rými – hægt er að fá ISO class 4 vottað, með anti-static og anti-bakteríu efni.
- Sundlaugar – fullkomið fyrir tærandi umhverfi eins og sundlaugar. Engin tæring!
Tækniupplýsingar
Myndbönd um taustokka:
Taustokkar – Myndir: